Leita í fréttum mbl.is

Pottaskefill

Furðudýr af fjalli valt
feitur vildi snarla.
Þegar loks hann kom, var kalt
kenndi sér mein varla. 

Milli bæja maraði
í myrkri ansi svangur.
Við eldahúsið hjaraði
heldur fingralangur.

Ef væflaðist af verði frá
vinnuhjú í rúmið.
Pottahrúgu hreif hann þá
og hljóp svo út í húmið.

Ekki kunni hann sér hóf
við hungri, engin pása.
Úr pottum öllum allt hann skóf
engar leifar krása.

En núna söngva sæta kann
hann sveif frá norðurpólnum.
Í kringum tréð nú trampar hann
í tandurrauða kjólnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

121 dagur til jóla

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.8.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 54136

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband