Leita í fréttum mbl.is

Haustmynd

Í kjarrinu er karri einn,
að kroppa ber og lyngið.
hrafn í flýti svífur seinn,
að setja krummaþingið.

Himininn er heiður mjög
hreyfist varla bára,
sjófugl bærir sjóalög
og sést þá lítil gára.

Rauðgult kjarrið slær á slétt
slípað marið tæra.
Litar sólgult lyngið blett
í lognstillt hafið væra.

Á hvolfi fjöllin mála mar,
er mætast haf og tindar.
Í hlíðum ómar svansins svar,
sólin fagra blindar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og fimm?
Nota HTML-ham

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

172 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 54055

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband