Leita í fréttum mbl.is

Afi Magnús

Ég má ekki gera Afa-mun, en hinn Afi minn hann Magnús heitinn Guðjónsson frá Innra-Ósi í Steingrímsfirði (hann lést um það leiti sem ég fæddist held ég) var mjög gott skáld (eða hagyrðingur eins og hann vildi orða það sjálfur). Í Strandapóstinum birtist í gamla daga nokkrar vísur eftir hann og þessar sem ég hendi inn núna eru úr fjórða árgangi (1970).

ÍSAVETUR 1967

Veitir grand og værðir tefur,
vonzku blandinn svipur þver.
Íslands fjandinn forni hefur
fast að landi troðið sér.

Fremur dapurt finnst mér hér,
fellur krap á hólinn.
Kulið napurt ætið er,
ef ylrík tapast sólin.

ÚTFALL Í BREIÐAFJARÐAREYJUM

Dregst frá landi drafnar band,
dignar andans stálið.
Æ, hver fjandinn, illt er stand,
ennþá vandast málið. 

VOR

Bjart er yfir breiðri sveit
bráðum kemur vorið.
Grær í hverjum gróðurreit,
greikkar sólin sporið.

Leysir snjóa, lifna blóm,
lindir í hlíðum hjala.
Fyllast loftin fugla róm,
fjólan skreytir bala.

ÉG

Lítið fékk ég fræðasáld,
finnst því hvergi slyngur.
Aldrei gat ég orðið skáld,
aðeins hagyrðingur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og fimmtán?
Nota HTML-ham

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband