Leita í fréttum mbl.is

Kjötsúpa

Hér kemur uppskrift að kjötsúpu, ekki nákvæm en þó nokkuð nærri lagi.

Uppskrift fyrir tvo í þrjár-fjórar máltíðir (því súpan er best eftir svona tvær upphitanir).

Hráefni:
8 súpukjötsbitar (helst stórir, feitir og góðir)
Salt (eftir smekk)
2 rófur
Einn poki gulrætur (sirka 8-10 stk)
8 kartöflur
Hálft hvítkálshöfuð (notaði óvart eitthvað annað kál og það kom ekki að sök)
Einn lófi súpujurtir
Einn lófi hrísgrjón.

Kjötið sett í stóran pott og vatn sett í rétt yfir kjötbitana. Látið suðuna koma upp, setjið slatta af salti og takið tímann. Skerið niður grænmetið, flysjið kartöflurnar og setjið síðan allt út í eftir sirka hálftíma. Eftir sirka klukkutíma er kjötsúpan tilbúin. Nammi namm.

Sjóddu oftar súpuket,
svaka góður réttur,
grænmeti í gumsið set,
gott þú verður mettur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og sautján?
Nota HTML-ham

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

265 dagar til jóla

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 53884

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband