Leita í fréttum mbl.is

Vísnaleið

Ef ég vissi vísnaleið,
vísu rissið fyndi,
yrði hissa, hlægj'að neyð,
hátt svo flissa myndi.

En nú er skortur skáldalaust,
skelfing - orti lítið
vísnasportið heltómt haust,
horfið gortið - skrítið.

Skáldamjöður eyddur er,
yrklings töður fúlar.
Vísnafjöðrin flogin - ber,
fjörulöðrið smúlar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og tíu?
Nota HTML-ham

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

171 dagur til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 54056

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband