Leita í fréttum mbl.is

Steiktur fiskur

Hér er ein einföld uppskrift af pönnusteiktum fiski, einn af mínum uppáhaldsréttum.

Hráefni (fyrir 2):
Fiskur, tvö lítil flök eða eitt stórt (þorskur og ýsa finnst mér best, lúða og annað ætti þó að sleppa).
Tvö stór egg.
Mjólk.
Rasp.
Krydd (karrí, fiskikrydd eða aromat).
Salt.
Smjör.

Meðhöndlun:
Skerð flökin niður í sirka 5*5 sentimetra bita.
Brýtur egg í skál, og setur smá slatta af mjólk útí, þeytir saman.
Í aðra skál seturðu rasp og krydd að eigin vali (karrí finnst mér best) og salt, blandar vel.
Bræðir smjör á pönnu við meðalhita.
Veltir fiskinum upp úr eggjahrærunni, veltir honum síðan upp úr raspblöndunni og setur á pönnuna.
Ætti að steikjast þokkalega á nokkrum mínútum (10 mín).

Meðlæti:
Kartöflur og hrásalat.
Gott er að byrja að sjóða kartöflurnar fyrst, því það tekur lengri tíma en hitt.
Einnig er gott að steikja lauk á pönnu til að hafa sem meðlæti.
Sumir vilja kokkteilsósu, en það á að vera óþarfi.

Stenst ég aldrei steiktan fisk,
stælir bragðsins lauka.
Kartöflur og dót á disk,
drauminn minn mun auka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og núlli?
Nota HTML-ham

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

330 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 53521

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband