Leita í fréttum mbl.is

Um helvíti

Hérna eru nokkrar vísur um himnaríki og helvíti, ég trúi á hvorugt.

Á himnaríki hreint og gott
helgir vilja trúa.
Í helvíti er fjandi flott
frekar vil þar búa.

Ljóst er að það hlýtur að vera stanslaust grillstuð í helvíti, því er vonandi að nokkur syndug lömb komi reglulega niður til heljar, svo það verði nóg af kjöti til að grilla:

Fé sem bítur blómarönd,
úr bakgörðunum feitu
svamlar þá um syndalönd
og svífur á grillin heitu.

Erfiðara mun reynast að redda grænmeti til að hafa með kjötinu, helst eitthvað illgresi, þó það sé huglægt hvaða grös eru ill:

Lúpínan með ljúft sitt fas,
lend í hel víst gæti,
fúlar súrur, fíflagras,
fundið er meðlæti.

En Áfengi er böl, þannig að það verður nóg af bjór til að drekka, sem betur fer.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og sautján?
Nota HTML-ham

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

170 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 54057

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband