Leita í fréttum mbl.is

Lifrarbuff

Ég get ekki orða bundist, fyrir algjöra tilviljun (var að leita að uppskrift fyrir brauðsúpu) þá rakst ég á frábæra heimasíðu, sem heitir CookbookWiki og hvað haldiði að ég hafi fundið, jú uppáhaldsréttinn minn (og Önnu Heiðu systur), nefnilega Lifrarbuff. Þetta er þó líklega ekki nákvæmlega eins og uppskriftin hennar mömmu, en ég ætla að prófa þetta einhvern tíman.

Ég ætla hér með að þýða uppskriftina yfir á íslensku (furðulegt að þýða íslenska uppskrift yfir á íslensku):

Innihald:
500 gr. lambalifur
1/2 - 1 bolli hveiti
1 stykki egg
3 stykki hráar kartöflur
1/2 - 1 bolli mjólk
2 laukar (mamma notar ekki lauk held ég?)
1/2 teskeið matarsódi (e. baking powder, er það það sama?)
salt, pipar og krydd að eigin smekk

Fjarlægja allar himnur og æðar úr lifrinni og skræla kartöflurnar.
Skera niður laukinn, gróft.
Hakka saman lifrina, kartöflurnar og laukinn.
Blanda saman við hveitið, matarsódann og krydd.
Egg bætt út í.
Þynna blönduna með mjólk, þar til það lítur ógeðslega út.
Steikja báðum megin á heitri pönnu (um ein matskeið í hvert buff).

Berist fram með steiktum lauk, kartöflumúss, grænum baunum og rabbarbarasultu.
Spæld egg eru líka góð með réttinum. Mmmmm, hlakka til að prófa þetta einvhern tíman :)

Steiktur laukur, lifrabuff,
ljúfa baunin græna,
mússið besta, bætir stuff,
og barbasultan væna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og fjórtán?
Nota HTML-ham

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

31 dagur til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband