Leita í fréttum mbl.is

Níðvísur

Leirulækjar-Fúsi f.1648 - d.1728 (Vigfús Jónsson) hafði greinilega ekki gaman af því að fara norður á Strandir, en um hann er sagt á vísnavefnum:

Vigfús Jónsson var frá Kvennabrekku í Dölum. Bjó á Leirulæk í Mýrasýslu. Mörg kvæða hans eru í klúrara lagi. Hann átti oft í erjum og er margt sagt af honum í þjóðsögnum. Heimild: Rímnatal II, bls. 141.

Í Steingríms vestur fór ég fjörð.
Förinni þarf ei hæla.
Ég sá þar hvorki sól né jörð
nema svarta og marga þræla.

Bjarnafjörður er sudda sveit
síst má henni hæla.
Óðinn valdi í þann reit
alla landsins þræla.

Nótt á Hóli sal ég Svans
síst mér þótti gaman.
Þar hafði skrítinn skollafans
skrattinn valið saman.

Sat þar inni Simbi og Björn
og Satans karlinn Ari.
Og önnur fleiri ýmis börn
að aungvum fékk ég svari.

Ævi stirða átti ég þá
um það lítið hirti.
Það var gleði, ég gat að sjá
í gluggann loks að birti.

Laxárdalur er lasta sveit.
Lifir oft af fönnum.
Ofaukið er í þann reit
öllum frómum mönnum.

Breiðavík er bannsett hrak
bæði við sjó og fjöllin.
Þar má hrísa kokkáls knak.
Konurnar vantar böllinn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og tveimur?
Nota HTML-ham

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband