Leita í fréttum mbl.is

Grímseyjarvísur

Rakst á vísur eftir Braga Jónsson Hoftúnum í Staðarsveit (Refur bóndi) f.1900 - d.1980 á góðri heimasíðu sem heitir vísnavefur. Ég veit ekki meiri deili á honum en það sem stendur þar:

Bragi var fæddur í Reykjavík árið 1900. Foreldrar hans voru Jón G. Sigurðsson bæjarfógetaritari og k.h. Guðrún Þorsteinsdóttir. Hann flutti þriggja ára gamall með foreldrum sínum að Hoftúnum og bjó þar alla tíð síðan. Bragi var þekktur hagyrðingur og notaði skáldanafnið Refur bóndi. Bragi gaf út fjölmargar ljóðabækur auk þjóðlegs fróðleiks. Má þar nefna Neistar árið 1951, Hnútur og hendingar I og II. Neistar nýtt safn 1955. Hnútur og hendingar III 1957. Neistar úrval 1960. Mislitar línur I 1966 og Mislitar línur II 1967

Framan við Steingrímsfjörðinn,
fögur og glæst að sjá.
Grímsey úr Græðisdjúpi
gnæfir svo tignarhá.

Grímur þar fyrstur gisti
gleypti svo Ægir þann.
Síðan um allar aldir
eyjan er kennd við hann.

Sel-Þórir suður heiðar
sótti og farnaðist vel.
Skálm uns að lokum lúin
lagðist hjá Rauðamel.

Hér er hann að yrkja um Sel-Þórir, en um hann las ég þetta á Vestfjarðavefnum:
Grímur hét maður Ingjaldsson, Hróaldssonar úr Haddingadal, bróðir Ása hersis. Hann fór til Íslands fyrir norðan land og var um veturinn í Grímsey á Steingrímsfirði. Bergdís hét kona hans og sonurinn Þórir. Í Landnámu segir frá þá er Grímur reri til fiskjar ásamt húskörlum sínum og sveininum Þóri sem lá í selbelg í stafni fleysins. Grímur dró þá marbendil og bað hann spár. Marbendill svaraði: Eigi þarf eg að spá yður, en sveinninn sem liggur í selbelginum hann mun byggja land og nema, er meri yðar leggst undir klyfjum. Síðar um veturinn týndust Grímur og húskarlar hans í fiskiróðri. Þau feðgin fóru um vorið úr Grímsey yfir í Breiðafjörð og höfðu vetursetu á Skálmarnesi á Barðaströnd. Þar stóð merin Skálm uppi allan veturinn. Á nýju vori rættist spádómur marbendils því merin gekk fyrir þeim þar til þau komu til Borgarfjarðar, þar sem sandmelar tveir rauðir voru. Þar lagðist Skálm niður undir klyfjum og nam Þórir land að Rauðamel hinum ytra og varð höfðingi mikill. Hann var Sel-Þórir kallaður.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og tólf?
Nota HTML-ham

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband