Leita í fréttum mbl.is

Pthirus pubis

Ástandið þykir nú helvíti hart
hamfarir getur það kallast
Líflaust er víða það ljóst er og svart
langflestir á það nú fallast.

Veitum þeim grið,
gefum þeim frið
Græðum upp frjósama svörðinn.

Búsvæðin heit,
blíðlegan reit
bætum smá lífi í skörðin.

Helkuldinn ríkir því horfið er fax
er hylur og veitir þeím skjólið
Burtu með stórvirkar vélar og vax
sem vængstífir bungur og tólið.

Veitum þeim grið,
gefum þeim frið
Græðum upp frjósama svörðinn.

Búsvæðin heit,
blíðlegan reit
bætum smá lífi í skörðin.

Eyðimörk gljáfægð er eilífðar blús
Í eitthvað þær verða að grípa.
Syndir í burtu í baðinu lús
best er í hárin að klípa.

Veitum þeim grið,
gefum þeim frið
Græðum upp frjósama svörðinn.

Búsvæðin heit,
blíðlegan reit
bætum smá lífi í skörðin.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

172 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 54053

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband