Leita í fréttum mbl.is

Lækir kólna

Lækir kólna liðast hjá
læðast um og frjósa.
Vötnin bólgna, vorið þrá
og varma sumars ljósa.

Úr klettum seytlar kvæðalind
kraftinn óðum saknar.
á blaðið meitlast beinagrind
bragur hljóður vaknar.

Fljótin blá í fönn og ís
frostið illt vill móta.
En alltaf þá er elfan frýs
aftur stillt mun fljóta.

Vermir sálu hjartað hlýtt
heit þá glæðist staka.
Kulnað bálið kviknar nýtt
kalda bræðir jaka

Yfir glennist óðarfljót
eydd er kvæðastífla.
Vatnið rennur vætir grjót
vökvar næði fífla.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og átta?
Nota HTML-ham

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

218 dagar til jóla

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 24
  • Sl. sólarhring: 24
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 53973

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband