Leita í fréttum mbl.is

Steindór Andersen

Einn mesti kvæðamaður síðustu áratuga er nýlátinn og orti ég lítið erfikvæði til minningar um þann mikla snilling sem Gunnhildur kvað á tónleikum í gærkvöldi (við sömu stemmu og oft er notuð þegar "Móðurjörð hvar maður fæðist" er kveðin).
 
Alltaf var hann engum síðri
ómar bassi um nes og vík,
eins og svar í elfu stríðri
æddi hvassa klettabrík.

Kaldir dropar kýla glugga
kveðju syngjum fram á nótt.
Bergjum sopa, burt með skugga
bikurum klingjum nú af þrótt.

Kvæðamanninn, kærast sála
kveðjum stóran gamlan ven.
Snótir, svannar, skulum skála
Skál Steindór minn Andersen.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

172 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 54053

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband