Leita í fréttum mbl.is

Fölsk viska

Fölsk er viskan furðulega,
fagnar hyski, minnkar vinna.
Eykur miska, eflir trega,
alnets giskun hratt vill spinna.

Mörkin dofna‘á rétt og röngu,
ráðið sofnar þjóðir blæða.
Lýður klofnar lífs á göngu,
lokur rofna allt mun flæða.

Verður spekin væn til happa,
viljaþrekið allt að góðu?
Eða frekjan öll mun snappa,
álfur þekjast grárri móðu?

Sköpun minnkar, magnast kúgun,
mannfólks grynnkar skyn og vaka.
Ákaft kinkar kolli þrúgun,
krossinn vinkar líkur haka.

Sumt er best að bara týnist,
bágur gestur falskur leynist.
Því þótt flest það saklaust sýnist,
seinna versta martröð reynist.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

172 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 54053

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband