Leita í fréttum mbl.is

Sigurey frá Drangsnesi

Langt er síðan ég setti hérna inn vísnaþátt (þ.e. með vísum eftir aðra en sjálfan mig). Ég var á kvæðamannafundi í síðustu viku í Reykholti og þar renna vísur upp úr nokkrum snillingum og greip ég eina og mundi nokkurn vegin, en hún er eftir Sigurey frá Drangsnesi (Sigurey Guðrún Júlíusdóttir).

Þjóðviljinn:

Þarna kemur Þjóðviljinn
það er nú meiri snilldin
Geislar af honum góðviljinn
gáfurnar og mildin.

Ég fann síðan fleiri vísur á netinu eftir hana, en einnig eru vísur og ljóð í bókinni Kvæðaperlur úr Kaldrananeshreppi, meðal annars þessar:

Litið í spegil:

Yndislega unga kvinnu
ekki bjóst ég við að sjá,
en þessa herjans hrokkinskinnu
hryllir mig að líta á.

Þó ég hafi starfið stranga

Þó ég hafi starfið stranga
stundað eins og best ég gat
mega aldrei af mér ganga
áhyggjur um föt og mat. 

Hún var ekki hrifin af órímuðum ljóðum:

Flest er það sem fer úr höndum,
flest sem reynist tál.
Ef nú er komið í strand á Ströndum
stuðlabundið mál.

Drengur fór úr skónum út á tröppum:

Ertu svona ungi maður
illa með á nótunum.
Hér er ekki helgur staður
hafðu skóna á fótunum.

Til er ljóðabók með vísum og ljóðum hennar, sem ég ætla að skoða við tækifæri en ég veit af eintaki hjá móður minni.

Sigurey lést árið 1983 þegar ég var 10 ára, en ég kynntist henni samt ekki, en hún var flutt suður áður en ég man almennilega eftir mér en mögulega kom hún þó á Strandir yfir sumartíman þó ég muni það ekki. Maður heyrði þó oft nafn hennar og mannsins hennar (Sophus - Fúsi, en hann var náskyldur mér í gegnum móðurætt mína), en litla fallega húsið þeirra sem stendur enn fyrir ofan Búðina (Kaupfélagið) var oft notað til að fara í yfir, enda fullkomin stærð á húsi fyrir þann leik.

Hér er mynd frá árinu 1986 sem sýnir Fúsahúsið eins og við kölluðum það.

Image (5)

 

 

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og átta?
Nota HTML-ham

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

273 dagar til jóla

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 111
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 84
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband