Leita í fréttum mbl.is

Háttatal febrúar 2025

Í febrúar 2025 tók ég mig til og orti vísur eftir háttatali Sveinbjörns Beinteinssonar*, hér er samantekt međ árangrinum.

*Bragarhćttir samkvćmt Sveinbirni eru 450 talsins. Daglega bađ ég google um ađ búa til random tölu milli 1 og 450 og svo orti ég eftir ţeirri uppskrift sem Sveinbjörn bauđ upp á ţann daginn. Afrit er til af háttatalinu hér.
 

Ferskeytt 

26 - Frumstiklađ, síđhent

Kónguló frá Karţagó
kalt nú bugar hreisiđ
undir snjó hún bú sér bjó
bölvar fluguleysiđ.

Draghent

53 - Frumstiklađ, síđbakhent

Illt er rokiđ allt er strokiđ
áman víđa skríđur
tunna fokin, tćtt er lokiđ
tóm viđ síđu bíđur.

Stefjahrun 

79 - Samrímađ, frumstiklađ, Krapphent

Ţurr sem fjara, fúll sem mar
fann mig edrúar.
Fer ţví skar á Barabar
bjór mun drekka ţar.

Skammhent

102 - Skáţríkveđiđ

Eftir gný og gráu skýin
greinum nýjan dag.
Himinnblá mun ćđa áin
allt kemst ţá í lag.

103 - Frumstiklađ.  Ţessar ţrjár vísur áttu upphaflega ađ verđa síđframrímađar (sjá 109), en ţađ gekk illa og úr varđ ađ háttur 103 fékk óvćnt ţrjár vísur.

Rökin ört svo hrein frá hjörtum
heilla skýr og kná,
en ljósin björt ef blönduđ svörtum
birtast fjarskagrá.

Dökkt er grjót sem drafnir móta
drita fuglar á.
Fjöllin ljót sem fćtur brjóta
úr fjarska glćst og blá.

Ef fólk er sest og fullt af gestum
međ feikna matarlyst.
Ţađ sem best ţá ţykir flestum
ţrýtur oftast fyrst.

109 -Frumstiklađ, síđframrímađ

Vert ei gunga, gleyptu tungu
gasalegt er búr,
kaldir pungar koluđ lungu
kasađ allt í súr.

Úrkast

118- Frummisfjórţćtt

Snjallir karlar kalla´og svall´á
Kaneríum
Amma djammar, gammar gjamm´í
galleríum.

127 - Innbrugđiđ

Ađ yrkja vísu veldur sjaldan
vondri krísu.
Drjúg ef rís upp dröfnótt aldan
dreg ég ýsu. 

Gagaraljóđ, engin staka ađ ţessu sinni.

Langhent

195 - Frumbakhent

Kafald skörpu skilin hylur
skaflar virđast eilíft kvabb
samt á morgun mylur ylur
mjöllina svo verđur slabb.

Nýhent

211 - Frumframsneitt, síđframhent

Ţó ađ ei sé kalsa kalt,
korrar Ţorri gamalkunnur,
hvćsa blása hviđur snjallt,
hundrađ sundrast ruslatunnur.

212 - Frumbaksneitt, síđframsneitt

Hríđin öskrar hert og svört
hlćr viđ skeri, köld er Góa.
Vorsól kemur, birtist björt
bráđum hljóđar vell í spóa.

Breiđhent, engin staka ađ ţessu sinni.

Stafhent

252 - Skárímađ

Eftir hríđir heyrist fagn
hávćrt lćkkar bölv og ragn
lćgi vindur agnar ögn
aftur kemur fislétt ţögn.

Samhent, engin staka ađ ţessu sinni.

Stikluvik, engin staka ađ ţessu sinni.

Valstýft

Frumsamframsneitt. Ţessar tvćr urđu til fyrir misskilning og eiga sér ekki númer - en auđvelt er ađ finna út ađ hér er frumsamframsneitt međ samanburđi viđ ađra hćtti. Ţađ skal tekiđ fram ađ innrímiđ vakna-hjakka er ekki ásćttanlegt en ég leyfđi ţví ađ slćda eins og sagt er í dag. 

Mćtar fćtur Dias dró
sem Dómínó.
Vitiđ skýtur skorar Moh
og skellihló.

Vakna, hjakka, Wolves viđ urđ
sem vélin smurđ.
Becker fékk á sköflung skurđ
svo skall viđ hurđ. 

303 - Frumsamframhent


Kvefiđ hefur komiđ snautt
og klipiđ autt,
ţví er nefiđ nokkuđ blautt
og nćstum rautt.

Braghent

331 - Samrímađ, aukrímađ. Hér gat ég ekki hćtt og úr urđu nokkrar vísur.

Vorljóđ 

Fuglar margir flögra um til fjörunytja
vaskir menn er vörur flytja
vansćlir í tjöru sitja.

Út viđ nesiđ úar fagur ćđarbliki
gnótt er hoss i gćđaspiki
af gljúpu klesstu mćđubiki.

Međfram kaldri sjávarsíđu sullar kolla
fúlir menn međ fulla bolla
fara hratt um drullupolla.

Fjađrir ţjóta fuglar busla flottir skvetta
poppiđ sullast pottlok detta
í pikkup milli ţvottabretta.

Stokkendur í straumleysinu stama, hvíla
götur hratt menn gramir bíla
gorma mjúka saman kýla.

En međ vori ćđurinn ţarf unga ađ hemja
ţúsund trukkar ţungir lemja
ţröngar holur, punga kremja.

Valhent, engin staka ađ ţessu sinni.

Stuđlafall, engin staka ađ ţessu sinni.

 

Vikhent

401 - Hringhent

Óréttlćti alltof víđa bítur.
Nartar, grćtir, nagar fast,
niđur tćtir, brýtur.

Afhent 

429 - Frumhent, síđstiklađ

Fögur rís í frosti vísan, funheit staka,
sem brćđir niđur kaldan klaka.

430 - Fimmstiklađ, Netthent

Vísan frá mun vaxa smá og vekja ţráa
en hverfa frá í fnyki táa.

Stúfhent 

440 - Frumbakumsneitt

Hér um bil ţá brasiđ endar byrja vand-
rćđi, allt í bál og brand.


« Síđasta fćrsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Guđjón E. Hreinberg

Mjög fínt.

Sorglegt ađ sjá hvernig Kvćđamannafélagiđ hefur rústađ annars ágćtum vef sínum í eitthvađ núgildisdrasl.

Ţeir hafa líklega gleymt heilráđum Sveinbjörns heitins, "ţađ er ljótt ađ sjá fagra hugsun í tötrum."

Bestu kveđjur.

Guđjón E. Hreinberg, 11.3.2025 kl. 14:36

Bćta viđ athugasemd

Hver er summan af tíu og sextán?
Nota HTML-ham

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

287 dagar til jóla

Mars 2025
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 78
  • Sl. viku: 90
  • Frá upphafi: 53724

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 56
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband