Leita í fréttum mbl.is

Nokkrar vísur

Bassi, hundur í pössun

Heitir Bassi hundur minn
hænurassa bítur
pappa kjassar pardusinn
prumpar, massa hrýtur.
 
 
Fyrir hagyrðingamót og sviðaveislu:
 
Bráðum ætla að belgja kvið
berja saman kvæði
mun þar éta á sviði svið
og sífellt týna þræði.
 
Nokkrar úr samhengi:
 
Gegnum móðu glampar sól
gul og rauð og fagurbleik,
Fráneyg og í klaka kjól
Kælan mikla veður reyk
 
-
 
Njörvaður sem nár er foss
í nöprum klakaböndum,
tjóðrar flúðir kaldur koss,
kraftur þvarr á gröndum.
 
-
 
Áin seitlar létt og lágt
linast allur kraftur,
en þegar sólin svífur hátt
syngur fossinn aftur.
 
Níundi des:
 
Allsengin truflun og ekkert var ves
indæll var dagur það telst nokkuð spes
mjúkur og góður sem majóanes
í minningu bestur var níundi des.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

260 dagar til jóla

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 53894

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband