Leita í fréttum mbl.is

Nokkrar vísur að hausti

25 október

Sár er ég aðeins og svekktur,
súr og ögn fýldur og trekktur,
því rímorð við sjö,
ég sé aðeins tvö
og geng því um gramur og hvekktur.
 
16 október
 
Vænar eru veitingar,
vísur, ljóð og bögur.
Milli berast meiningar,
margar góðar sögur.
 
Kennarar í kasti'og bræði
kunna fátt né nenna.
Mæta illa, forðast fræði
í fríum sig mest glenna.
 
13 október
 
"Í logni og stillu langbest er að leysa vind“,
súr á bragði sagði kind.
 
4. október
 
Þegar vatnið gerlar grugga
glundrið þarf að sjóða
er þá langbest öl að brugga
og upp á það svo bjóða
 
26 september
 
Kuldinn datt á helst til hratt
og hrímir svörð.
Fögur laufin, föl og dauf
falla'á jörð.
 
28 ágúst
 
Horfum fram til framtíðar
furðumargt má laga
því það er af sem áður var
eins og forðum daga.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

270 dagar til jóla

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 121
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 89
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband