Leita í fréttum mbl.is

Borgarnesbragur

Borgarnesbragur, sunginn í Mottumessu 17. mars 2024 af Drengjakór Barabars.
Texti Höskuldur Búi Jónsson, Erlent lag.
 
Nú roðnar himinn og sest er sól
söngur heyrist um borg og hól
og Hafnarfjallið í fögrum kjól
fagurt syngja, Borgnesingar.
 
Sjá tunglið kyssir tjásuský
teygir myndirnar golan hlý
svo kettir sperrast við dirrindí
dásemd syngja, Borgnesingar.
 
Í Brákarsundi er fagurt fley
flykkjast tjaldar við sker og ey
hratt gróður vex blómstrar Gleymmérey
glaðir syngja, Borgnesingar.
 
Hér tekur undir með ölduslátt
eins og Brák sýni styrk og mátt
og klettaborgirnar kalla hátt
kröftugt syngja, Borgnesingar.
 
Hár ómur glymur um ás og barð
ástin vekur upp Skallógarð
og söngur heyrist um Heiði'og Skarð
hávært syngja, Borgnesingar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

94 dagar til jóla

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband