Leita í fréttum mbl.is

Bjórljóð

Galdr

Ótti vekur vætti
vanda auka fjandar.
Ólmur Ægishjálmur
endar böl og verndar. 
Gullið glas í hellist
Galdr drekk ég kaldan.
Ölið skrímsl burt skilur 
skýlir mér og hvílir.

Kukl

Myrk í huga markar
martröð nætur svarta.
Streyma stafir drauma
staldra við og galdra.
Kukl í speki spriklar
spá um framtíð gráa
dofnar aftur dafnar
dásemd ljóss og krása.

Vetur

Drungi fer um dranga
dimman myrkrið grimma.
Frostið bítur bresti
boðar eymd og doða.
Væru vekur dreyri
Vetur mildi hvetur.
Birtist sólin bjarta
blóðið velgir glóðin.
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband