Leita í fréttum mbl.is

Ýmsar stökur

Draumaráðning:
Fjarska glögg er framtíð dökk,
flækjustigið lítið þó.
Allt til heljar, myndar mökk,
móða hylur gæfuþjó.
 
Fækkun sýslumanna:

Sýslupeyjar, einn og átta
aldrei týna skjölunum.
Víða'um land þeir vilja þrátta
vasklega í sölunum.

Nonni arkar utangátta
á að fækka hölunum.
Þá kom frétt í fréttatímum
og fárast yfir tölunum.
 
Grútur:
Ljóta grútinn þarf að þvo,
þurrka upp og vinda
Leggja í bleyti, lækna - svo
laskist siðarblinda.
 
Vísnagáta:
Liljuhvítt og ljósbrún skel.
Leikföng nokkuð snúast.
Glæsta fólkið grýtir vel.
Glás í búðir hrúgast.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

268 dagar til jóla

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.3.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 53877

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband