Leita í fréttum mbl.is

Bjúgnakrækir

Af fjalli birtist blásvört mynd
Bjúgnakrækir ljótur.
Fljótur niður freratind
fældist þessi þrjótur.

Iðragaulið innra brann
ekkert var þá nartað.
Ilm af krás á raftur rann
í reyknum ei var kvartað.

Karlinn þessi kunni list
að klifra upp í rjáfur.
Iðrafylli upp við kvist
uppskar bjúgnaháfur.

Af bjálkanum var bjúgnagnótt
bragðgóð mettuð fita.
Fengsæl var og niðdimm nótt
er nældi'hann sér í  bita.

En núna er hann algjört spé
og engum sýnir hroka.
Gengur kringum grenitré
og gefur nammipoka.

 


Sjá fleiri Jólasveinavísur

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

264 dagar til jóla

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband