Leita í fréttum mbl.is

Skyrgámur

Skyrgámur næst skálmaði
skafla hungurmorða.
Um dimma flóa fálmaði
fír og vildi borða.

Sterkbyggður og stór hann óð
og stökk hratt þúfna milli.
Vaskur rann í vígamóð
vildi magafylli.

Í skímu nætur skreið hann inn
í skuggalegan bæinn.
Slunginn beið með slef á kinn
þá slær og gaular maginn.

Biðlítill við búrið hékk
það beygir hungrið sára.
Upp að tunnum æstur gekk
óhrært skyr sást klára.

En núna trítlar tískuhró
sem treður sig í kjólinn.
Hann kallar bara hó hó hó
og hristir búk um jólin.


Sjá fleiri Jólasveinavísur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

268 dagar til jóla

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.3.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 53877

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband