Leita í fréttum mbl.is

Á flæðiskeri

Svart er skerið, sjónum ofar svífa máfar.
Fellur að og freyðir úði
fjöruþang er blautur púði.

Sjórinn gutlar, svefn er rofinn, salt í munni.
Reisir bakið skrokkur skældur
skerjagestur illa þvældur.

Fætur blotna, flæðiskerið fer að hverfa.
Hávært öskrar hraðfleyg þerna:
"Hvað ert þú að gera hérna?"

Gloppótt minni, glært og tómt sem gráa djúpið.
"Upp fórst skerið æði kaldur"
ansaði í fjarska tjaldur.

Spurning vaknar, sem ég vil þó vart um hugsa:
"Til hvers lífsins dreggjar dreypi
er dómur minn að sjór mig gleypi?"

Yfir skerið skella bárur, skrokkur titrar.
Hátt mót vindi kría kallar:
"Krí nú skolast bjargir allar"

Dílaskarfur skeri framhjá skríður öldu.
Kallar: "vinur komdu fljótur
köfum saman - gamli þrjótur".

Nú syndir hjá hin sæmilega síldartorfa
Sælt er líf og fengsæll flóinn.
Ég flaksa vængjum - stekk í sjóinn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Barði Bárðarson

Einatt jeg um internetið

ólmur brása.

Kem jeg þar er kviður standa

kvæði þessi lyfta anda.

Ljóðin öll jeg les og nem þar

lífsins visku

Bergi á miði Braga kátur

Borða með því svið og slátur.

Ríma þessi rennur senn að rauðum enda

Hafðu þökk og haltu bara

hérna áfram.... verð að fara

Barði

Barði Bárðarson, 15.11.2011 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband