Leita í fréttum mbl.is

Þáttur um Jörund frá Hellu

Á tímarit.is (morgunblaðið 1975 bls 1 og bls 2) rakst ég á viðtal við Ragga og pabba hans Jörund frá Hellu á Selströnd og koma fram nokkrar stökur og ljóð eftir hann. Hér eru nokkrar vísur teknar orðrétt úr viðtalinu, mæli með lestri þess:

 

...visu gerði Jörundur er hann var eitt sinn á leið út á Drangsnes. Skammt frá veginum voru skötuhjú i miklum blíðskap, en þegar þau urðu vör við Jörund varð uppi fótur og fit, en þá kvað Jörundur:

Vappar kappinn vífi frá,
veldur knappur friður.
Happatappinn honum á
hangir slappur niður.


Svo komu ýmsar vísur:

Vildi ég feginn fyrir tvo
forlög regin bera.
Mætti ég greyið seinna svo,
sólarmegin vera.

Lát ei freistast til fárorða,
þó farartálma finnir.
Enginn getur allan veg
á gullskóm gengið

Hafirðu til þess þrek og þrá
að þræða mjóa veginn.
Eitt er vist þú verður þá
vegs að lokum feginn.

En ef breiða braut þú ferð,
beina og rennislétta.
Við endalokin eftir sérð,
að þú gjörðir þetta.

Til að lenda ekki i
ergi og mörgu f leira.
Reyndu að gjöra gott úr þvi,
gangtu á milli þeirra.


Kisu átti Jörundur einu sinni og varð hún 23 ára gömul. Var kisan feikilega hænd að Jórundi eins og eftirfarandi saga sýnir. Svo bar til eitt sinn að Jörundur réðst sýsluskrifari og fór því veturlangt frá Hellu. Þegar hann gekk niður klappirnar til að taka bátinn til Hólmavíkur fylgdi kisa honum eftir og settist á stein alveg niðri í fjörunni. Horfði hún síðan út eftir bátnum, en allan veturinn sást kisa hvergi og var þó oft gáð eftir henni, en þegar Jörundur kom heim að vori með bát frá Hólmavik var kisa mætt á klöppina til að taka á móti honum.
Þegar kisa lézt varð þessi visa til hjá Jörundi:

Svona týnast heimsins höpp,
horfin er kisa frá mér.
Nú verður ei framar loðin löpp
lögð um hálsinn á mér. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband