Leita í fréttum mbl.is

Afmælislimrur

Ég samdi nokkrar limrur fyrir stuttu - við lagið "Það gerðist hér suður með sjó".

Það var fertugsafmæli og hér má sjá nokkrar af limrunum - og þá þær limrur sem eru endurnýtanlegar (hinar lýsa afmælisbarninu).


Það hristir upp hjarta og streng
er hyllum við fertugan dreng
nú húrra við hrópum
já húrra og sópum
upp fortíð og minningar feng.

...

Í veiðiferð vaskur hann fór
með veiðistöng öngla og bjór
beit hreistraður biti
þá blóð lak og sviti
á öngli hékk stæltur og stór.

Hann skrönglaðist ofan í á
og elti um fossana þrjá
er girnið brast greip hann
um garpinn allsleipann
með sporðinum spriklaði frá.

Að eldast það er ekkert mál
því endalaust harðnar þitt stál
ættingjar, vinir
vænir og hinir
nú vætum við kverkarnar - SKÁL.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband