Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Heilræði

Heilræði

 

Ef heimur skvettir skít á þig,
skaltu áburð góma,
þá mun aukast þroskastig
og þitt líf fyllast blóma


Heilræðavísur

Viðkvæma þú vernda skalt,
vonlitla og snauða.
Hjálpin getur hundraðfalt
hindrað eymd og dauða.

Tærast mun og teljast best
tölvuna að slökkva,
líðan eykur, læknar flest
að labba um og stökkva.
 
Blóðug sporin bleyta for
blæðir fugl í kjafti.
Glæðist vor við gæfuspor
að geyma kött í hafti.

Heilræðavísur

Þegar finnst þér þörf á ró
frá þrasi ansi slöku.
Þá veistu að þú færð smá fró
í feitri peruköku.

Ef vinnan truflar, vekur þrótt
svo verk'í undirhöku.
Þú af gleði getur sótt
þér góða peruköku.

Ef þig vantar þæga þögn
í þrautum lífs og vöku.
Þú gætir reynt að eta ögn
af úrvals peruköku.


Stökur og limrur vikunnar.

Hér er ein sakamálalimra:

Rannveig var Ragga að farga 
en rekan hún gerði'ana arga.
í gröfuna fór
því guminn var stór
og mokaði rúmmetra marga.

Svo er hér tvær stökur samvaxnar um karlkynsframbjóðendur (á leir var verið að spá í það af hverju karlar væru tregari til að flíka útvexti sínum til að heilla hitt kynið):

Frambjóðendur fara'í keng
er flagga prýðisketi,
í bláum þröngum buxnastreng
svo bólgan sjáist geti.
 
Margir karlar kunna ráð
konur til að lokka.
Leyndarmálið skal nú skráð:
þeir skella í buxur sokka.

Svo var frétt á visir.is: Kannaði leyndarmálin í kvennaklefum (lag Ísland ögrum skorið)
 
Klofið, klippt og skorið,
krúnurakað þétt,
barma hárlaus borið
blasir það við nett. 
-Hlýju hefur misst.
En nauðsyn er að rýja rétt
því raksturinn er list. 

Svo er hér heilræði fyrir helgina:

Klístraðu á kollinn gel
og kneifaðu svo vínið dátt
en farðu elsku vinur vel
og varlega í yfir-drátt.


Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband