Færsluflokkur: Langir pistlar
13.2.2009
Besta land, nei næstbesta, nei....
Ég gerði smá leit á fréttavef mbl.is með leitarorðinu "lista". Kippti nokkrum fréttum hingað inn á bloggið að gamni, flest allt listar þar sem Ísland kemur við sögu. Þetta eru þær fréttir sem mér þótti áhugaverðastar frá febrúar 2008-febrúar 2009. Ég sleppti því t.d. að taka með heimslista íþróttamanna - Ísland í 100. sæti heimslistans í boccia er t.d. ekki mjög spennandi að mínu mati:
- þri. 26.2.2008 - Fylgst með skattsvikamáli - Íslensk fyrirtæki mögulega á skattsvikalista sem Þýsk yfirvöld hafa undir höndum.
- fim. 6.3.2008 - Warren Buffet ríkastur - Listi yfir ríkustu menn heims, tveir Íslendingar á lista. Björgólfur yngri er í 307. sæti og Björgólfur eldri í sæti 1.014.
- mið. 2.4.2008 - Mikill vöxtur í útgjöldum vegna heilbrigðismála - Íslendingar í 10-11 sæti á lista OECD-ríkjanna yfir heildarútgjöld til heilbrigðismála.
- mið. 9.4.2008 - Ísland framarlega í notkun upplýsingatækni - Ísland er í 8. sæti á lista Alþjóðaefnahagsráðsins yfir þær þjóðir sem eru í bestri stöðu til að nýta sér upplýsingatækni
- 15.4.2008 - Írland bætist í hópinn - Í þessari frétt kemur í ljós að Ísland er á lista sem eitt fjögurra landa sem búa við mesta efnahagslega áhættu.
- fim. 24.4.2008 - Glitnir stærri en Landsbanki - Íslensk fyrirtæki á lista bandaríska viðskiptatímaritsins Forbes yfir 2 þúsund stærstu fyrirtæki heims sem skráð eru á markað. Kaupþing á meðal 600 stærstu fyrirtækjanna.
- sun. 27.4.2008 - Björgólfur Thor á lista yfir þá ríkustu í Bretlandi - Íslendingurinn Björgólfur Thor Björgólfsson er í 29. sæti lista Sunday Times í dag yfir ríkustu menn Bretlands.
- þri. 6.5.2008 - Ísland niður um eitt sæti á lista yfir stöðu mæðra - Ísland er í þriðja sæti og fellur niður um eitt sæti samkvæmt árlegri skýrslu Barnaheilla, Save the Children í Bandaríkjunum, um stöðu mæðra í heiminum 2008.
- mið. 14.5.2008 - HR á meðal 100 bestu viðskiptaháskóla V-Evrópu - Íslenskur háskóli er samkvæmt úttekt hinnar óháðu stofnunar Eduniversal á meðal 50 bestu viðskiptaháskóla V-Evrópu.
- fös. 23.5.2008 - Greinendur standa sig - Starfsmaður í íslenskættuðu fyrirtæki (í eigu Landsbankans) lendir í 10. sæti á lista yfir þá sem spáðu best allra um afkomu fyrirtækja á síðasta ári og annar starfsmaður í íslenskættuðu fyrirtæki (í eigu Straums-Burðaráss), lendir í öðru sæti í flokki þeirra er greina hlutabréf fyrirtækja í pappírs- og pökkunariðnaði.
- lau. 7.6.2008 - Leggur áherslu á stöðugleika - Ísland lendir í 102. sæti af 131, þegar kemur að efnahagslegum stöðugleika.
- fim. 12.6.2008 - Fegurstu konurnar ekki á Íslandi - Ísland kemst ekki á topp 10 listan yfir fegurstu konur heims.
- lau. 28.6.2008 - Ísland í öðru sæti - Ísland er í öðru sæti á lista Alþjóðaefnahagsráðsins, World Economic Forum í Sviss (WEF), yfir þau lönd sem þykja best tengd, eða best í stakk búin til að takast á við tæknivæðingu.
- þri. 1.7.2008 - Danmörk best í heimi fyrir viðskiptalífið - Ísland er í sautjánda sæti og neðst af Norðurlöndunum af þeim löndum sem eru best fyrir viðskiptalífið. Liðlega 120 lönd eru á þessum lista Forbes.
- fös. 1.8.2008 - Með 62 milljónir á mánuði - Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, var með tæpar 62 milljónir í skattskyldar tekjur á mánuði á síðasta ári, samkvæmt útreikningum Frjálsrar verslunar (þetta var reyndar á innlendum lista, læt það samt fylgja með að gamni).
- fim. 14.8.2008 - Bjarkar-myndband eitt þeirra bestu - Myndband með íslenska tónlistamanninum Björk á top 10 MTV yfir bestu myndbönd allra tíma.
- þri. 23.9.2008 - Spillingareinkunn Íslands lækkar - Ísland lendir í 7. sæti á nýjum lista stofnunarinnar Transparency International þar sem lagt er mat á spillingu í stjórnsýslunni. Ísland var í efsta sæti á þessum lista ásamt Finnlandi fyrir tveimur árum en hefur síðan lækkað og einkunn landsins er nú 8,9, var 9,2 í fyrra.
- fös. 3.10.2008 - Krónan heldur einna verst verðgildi sínu - Íslenska krónan er í hópi þeirra gjaldmiðla í heiminum sem hafa staðið sig hvað verst í því að halda verðgildi sínu síðastliðið ár. Krónan í þriðja neðsta sæti af 179 gjaldmiðlum.
- mið. 8.10.2008 - Ísland hækkar á lista um samkeppnishæfni þjóða - Ísland hækkar á lista Alþjóðaefnahagsráðsins um samkeppnishæfni þjóða úr 23. sæti 2007-2008 í 20. sæti 2008-2009.
- þri. 14.10.2008 - Óraunhæft að engin skilyrði verði sett fyrir aðkomu IMF - Umræða um að Ísland eigi að reyna að komast á lista þeirra þjóða sem hlotið hafa aðstoð IMF (AGS). Áður höfðu lönd á borð við Tyrkland, Mexíkó, Rússland, Tæland, Víetnam, Indónesíu og Argentínu, komist á þann eftirsótta lista.
- mán. 20.10.2008 - Landsbanki í slæmum félagsskap - Íslenski bankinn Landsbankinn lendir á lista yfir þau lönd sem sæta refsiaðgerðum á sviði fjármála frá hendi Breta. Á listanum má finna lönd eins og Súdan, Simbabve, Búrma, Norður-Kóreu, Lýðveldið Kongó... og Landsbankann. Þar er Landsbankinn einnig á lista með al-kaída samtökunum og talíbönum.
- þri. 21.10.2008 - Er tími frjálshyggjunnar liðinn? - Hér er sagt frá því að Ísland HAFI verið í fimmta sæti lista Sameinuðu þjóðanna 2007/2008 yfir ríkustu þjóðir heims miðað við fólksfjölda. Nú stendur landið frammi fyrir skorti á innfluttri vöru, svo sem matvöru og fatnaði.
- mið. 22.10.2008 - Fjölmiðlafrelsi mest á Íslandi - Öllum að óvörum þá er Ísland á toppnum yfir þau lönd þar sem frelsi fjölmiðla er mest, ásamt Noregi og Lúxemborg samkvæmt skýrslu sem samtökin Blaðamenn án landamæra gáfu út.
- sun. 2.11.2008 - Mest áhætta á Íslandi - Ísland er efst á lista yfir þau ríki þar sem áhættumest er að fjárfesta, samkvæmt lista Credit Suisse.
- mið. 12.11.2008 - Norræn lönd fremst í jafnréttismálum - Ísland í fjórða sæti af 130 á lista Heimsviðskiptaráðsins þar sem lagt er mat á stöðu jafnréttismála.
- mán. 24.11.2008 - Ísland þriðja skuldhæsta ríkið - Hér er leitt að því líkum að á árinu 2009 verði Ísland í þriðja sæti á lista yfir þau ríki, þar sem hið opinbera skuldar mest í hlutfalli við landsframleiðslu. Aðeins Ítalía og Japan verða fyrir ofan Ísland.
- þri. 9.12.2008 - Segja Bakkavör á svörtum lista - Íslenskt fyrirtæki kemst á svartan lista yfir illa þokkuð fyrirtæki í Evrópu og á heimsvísu að mati launþegasamtaka.
- mið. 10.12.2008 - Icesave hástökkvari viðskiptaleitarorða í Google - Fyrirtæki í íslenskri "eigu" er efst á lista viðskiptaleitarorða í Google.
- fös. 19.12.2008 - Íslenski skellurinn í 10. sæti - Ísland lenti í tíunda sæti yfir verstu fjármálahrunin sem urðu í heiminum á árinu 2008 samkvæmt lista sem Time hefur sett saman.
- mán. 5.1.2009 - Á taplista Forbes - Íslendingurinn Björgólfur Guðmundsson er á lista Forbes-tímaritsins yfir þá milljarðamæringa sem töpuðu nánast öllu á liðnu ári. Í fyrra hafi hann átt eignir að upphæð 1,1 milljarð Bandaríkjadala.
- mán. 12.1.2009 - Sjálfbær þjóðfélagsþróun mest á Norðurlöndunum - Ísland í sjötta sæti yfir lönd varðandi sjálfbæra þjóðfélagsþróun. Rannsóknin var gerð af samtökunum Sustainable Society Foundation og náði til 151 lands.
- mán. 26.1.2009 - Geir Haarde sagður ábyrgur fyrir hruninu - Íslendingur kemst á lista yfir 25 menn sem breska blaðið Guardian birtir og segir að beri ábyrgð á efnahagshruni heimsins.
- þri. 3.2.2009 - Bréf deCODE af aðallista Nasdaq - Hlutabréf íslensk ættaða félagsins deCODE, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, voru flutt af aðallista Nasdaq verðbréfamarkaðarins yfir á svonefndan Capital Market lista, þar sem fyrirtækið uppfyllti ekki kröfur aðallistans um markaðsverðmæti.
- þri. 10.2.2009 - Ísland heilsusamlegast í heimi - Ísland heilsusamlegast í heimi, samkvæmt vefútgáfu Forbes.
- fim. 12.2.2009 - Davíð Oddsson á vafasömum lista - Íslendingurinn knái Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands, er á lista tímaritsins Time yfir 25 einstaklinga sem eiga sök á fjármálakreppunni. Listinn er birtur á forsíðu vefútgáfu Time.
Yfirhöfuð nokkuð góður árangur hjá Íslendingum síðastliðið eitt ár.
Ísland Best í Heimi?
Langir pistlar | Breytt 17.2.2009 kl. 17:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
336 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Október 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Júlí 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Nóvember 2021
- September 2021
- Febrúar 2021
- Desember 2020
- Október 2020
- Júní 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Júní 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Apríl 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005