Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Strætóvísur

Skammdegisstökur

Feitmeti burt fælir dróma,
flestallt bætir mikið smjör.
Út í kaffið kreisti rjóma,
klára það með bros á vör.
 
Hissagaur og hláturinn,
hjartað, knúsið góða,
lækið, grimmd og gráturinn,
gerir marga óða.
 
Flæðir vatn um bergið bratt
brestur hávær kliður.
Bræðir skafl og grýttan gafl
grýtir kaldar skriður.

Strætó

Langt síðan ég bjó til vísu, hér er eitt stykki.

Útsýnis ég einatt nýt
í ullarpeysu.
Í vagninum ég vaskur lít
vegaleysu.

Ég hefði átt að vara við gæðunum, en maður ryðgar í þessu sem öðru Wink


Strætóvísur 7 og 8 (gullið far)

Hugarfylgsnið hraðar glæðir
höfugt far
gljúpt um borgargötur æðir
gullið svar

Gullið far með gatnablæti
götur sker
þvers og kruss um kuldastræti
klyfjar ber


Strætóvísa 6 (stopp)

Vafa get ég öllum eytt
ég aldrei dey.
Strætó minn hann stímar greitt
og stoppar ei.


Strætóvísa 5 (Hlemmur)

Þar sem lítill þistill hlær
með þrekað spritt.
Þar er Hlemmur, hraðar slær
hjartað mitt.

eða

Þar sem lítill þistill grær
og þetta'og hitt.
Þar er Hlemmur, hraðar slær
hjartað mitt.


Strætóvísa 4 (útsýnið)

Í strætó fimmtán útsýn er
ansi hátt:
Tengdamömmuboxið ber
bifreið sátt.


Strætóvísa 3 (eftirförin)

Í fjarska sá ég farið mitt
flutningsknör*
fari allt í auman pytt
-eftirför

*þetta er einhvers konar líking sem á að þýða strætó.

 


Strætóvísa 2 (biðin)

Í biðskýlinu bíðum við
og bíðum enn.
Já við erum laglegt lið
litlir menn.


Strætóvísa 1 (Bull)

Ég yrki núorðið bara pólitískt þras og þref, þó ég reyni hvað ég get að ná mér út úr því.
Ég orti reyndar bullvísu í strætó í fyrradag, pólitískulausa:

Strætóbifreið breið er full
hún belgir kvið.
Þessi vísa'er bölvað bull
það blasir við.


Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband