12.2.2009
Strætóvísa 1 (Bull)
Ég yrki núorðið bara pólitískt þras og þref, þó ég reyni hvað ég get að ná mér út úr því.
Ég orti reyndar bullvísu í strætó í fyrradag, pólitískulausa:
Strætóbifreið breið er full
hún belgir kvið.
Þessi vísa'er bölvað bull
það blasir við.
12.2.2009
Leiðrétting
Ég bloggaði um frétt þar sem kjarnorkukonan Ragnheiður Ólafsdóttir heillaði mig augnablik fyrir sköruglega framkomu á þingi að ég íhugaði smástund að kjósa Frjálslynda flokkinn í vor.
Síðan þá hef ég lesið meira um frjálslynda flokkinn, meðal annars þann sem að ætlar að bjóða sig fram í fréttinni sem ég tengi hér við. Menn sem líkja útlendingum við rusl eiga ekki upp á pallborðið hjá mér.
Að auki hef ég misst álit á Ragnheiði eftir að ég las þessa frétt í fréttablaðinu:
------------
Hún hafði þó rétt fyrir sér varðandi störf þingsins, en það er ekki nóg til að ég fari að kjósa Frjálslynda flokkinn.
------------
Í fordómum þeir finna skjól
sem frjálslynda hér hrósa.
Þeir rugla blákalt súrt um sól
-svei þá mun ei kjósa.
![]() |
Vill leiða lista Frjálslynda flokksins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Moggablogg | Breytt s.d. kl. 17:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2009
Tap heimilanna
Gefum okkur nokkrar forsendur, sem þurfa reyndar ekki allar að standast skoðun, en þetta ætti svo sem að geta gefið okkur upplýsingar um mælikvarðann á áhrifum þessa samráðs.
- Á vormánuðum seinustu hækkuðu væntanlega matvöruverslanir matvöruverð um 20%, vöruverð sem annars hefði mögulega ekki komið til vegna samkeppni (ég hef lægri töluna til að gerast ekki of gráðugur í túlkun minni).
- Á þeim sirka 10 mánuðum sem liðnir eru, hef ég keypt mér vörur í þessum matvöruverslanir fyrir um 550 þúsund krónur (þetta stendur skýrum stöfum í bókhaldinu mínu)
- Ef þessi hækkun hefði ekki komið til hefði ég eytt sirka 440 þúsund krónum í þessum verslunum (afleiðing liða eitt og tvö).
- Það eru þá 110 þúsund krónur sem ég og mín fjögurra manna fjölskylda höfum tapað á þessu verðsamráði.
- Ef við miðum við að það séu 300 þúsund manns sem búa hér á landi og að þetta sé normal eyðsla á hverja fjóra íbúa þessa lands (fólk er misjafnt, sumir eyða mun minna en sumir eyða mun meira).
- Þá má reikna: 300 þúsund (manns) sinnum 110 þúsund (krónur) deilt með fjórum = 8,25 milljarðar króna.
Athugið að ég hef ekkert fyrir mér í þessu nema fréttina sem ég las yfir á hundavaði, bókhaldið mitt og forsendur sem standast varla skoðun. En við sjáum allavega mælikvarðann með því að skoða niðurstöðuna (þó hún sé örugglega ekki rétt):
Matvöruverslanir eru búnar að hala inn rúmum átta milljörðum króna aukalega á kostnað neytanda, á síðustu 10 mánuðum.
Þeir fá að borga til baka eina milljón króna.
Sanngjarnt?
P.S. Ég gleymdi að koma með vísu:
Kál og rófu, krækiber
kostnað nógan jóku.
í mínum lófa ekkert er
aura þjófar tóku.
![]() |
FÍS viðurkennir brot á lögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Moggablogg | Breytt s.d. kl. 17:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2009
Snilld
Þetta er almennilegt. Kjarnorkukona komin á þing (reyndar bara í afleysingum fyrir Guðjón), nú er Jón Magnússon hættur í frjálslynda flokknum og þá þarf bara Magnús Þór Hafsteins að hætta í flokknum og maður gæti þá mögulega íhugað hvort maður kjósi Frjálslynda flokkinn. Aldrei að vita.
Hér er kjarnakona mætt
sem kannski vel ég met.
Þegar Magnús hefur hætt
hugsa málið get.
![]() |
Látið karpið bíða til kosningabaráttunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Moggablogg | Breytt 12.2.2009 kl. 17:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2009
Svart og hvítt
Í Svörtuloftum er myrkramein
mjög til ama.
Til Íslands dettur dásemd ein
Dalai Lama.
![]() |
Dalai Lama kemur til Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Moggablogg | Breytt 11.2.2009 kl. 17:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.1.2009
Næsta rannsókn:
Hreinsið ykkar heilakvörn
hratt í okkar þágu.
Nú skal finna nýja vörn
við nýfrjálshyggjuplágu.
![]() |
Leyndardómurinn bak við engisprettuplágurnar fundinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Moggablogg | Breytt 11.2.2009 kl. 17:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.1.2009
Ofnbakaður pastasósufiskur
Hér er einföld uppskrift að rétt sem ég mallaði þegar ég nennti ekki út í búð að versla hráefni (átti þetta allt til í ískáp og frysti), uppskriftin ætti að vera nóg fyrir sirka 2-3.
Hráefni:
2-3 ýsuflök (fer eftir stærð flakanna, má eflaust vera þorskur sem mér finnst persónulega betri fiskur).
Pastasósa úr dós (skiptir örugglega engu máli hvernig sósa, allt eftir smekk)
Hrísgrjón
Ostur
Meðlæti, allt eftir smekk. t.d. kartöflur, hvítlauksbrauð, pasta, grænmeti.
Sjóða hrísgrjón (rúmlega botnfylli í eldfast mót), skera fiskinn í bita og setja ofan á, dreifa pastasósunni yfir og ost ofan á. Baka í ofni við 180-200 gráður í sirka hálftíma.
Þetta er enginn þurr fúll lax
þetta er fínt á diskinn.
Piltur! Kona! Prófið strax
pastasósufiskinn.
30.1.2009
Vandinn úr sögunni?
Veski mitt er varla þykkt
-vesælt hljóð í pyngju.
Núna finn ég fúla lykt
úr frjálshyggjunnar dyngju.
![]() |
Gera of mikið úr vandanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Moggablogg | Breytt s.d. kl. 21:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2009
Þjóðsagan um Fjalla-Hreiðar
Fjalla-Hreiðar á fjall sig dreif
með fé sitt allt
í víking fór þar vesæl kveif
með vit sitt snjallt.
Fjalla-Hreiðar upp fjall sig dreif
með fé sitt allt
með bólgið veski bjartsýnn kleif
bergið svalt.
Fjalla-Hreiðar um fjallið dreif
með fé sitt allt
upp á toppnum enn sést veif
ansi kalt.
![]() |
Hreiðar Már nýkominn frá Suðurskautslandinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.1.2009
Ef ég hefði gert slíkt hið sama:
Hérna enga dreg ég duld
að daginn sem kom kreppa;
ég reyndi'að færa risaskuld.
-Hún rétt svo náði'að sleppa.
![]() |
Fleiri bankamenn skráðu eignir á ættingja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Moggablogg | Breytt s.d. kl. 21:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
101 dagur til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 54159
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2025
- Mars 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Október 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Júlí 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Nóvember 2021
- September 2021
- Febrúar 2021
- Desember 2020
- Október 2020
- Júní 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Júní 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Apríl 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005