Leita í fréttum mbl.is

Dónavísa

Amorstollinn blíðan ber
blikinn, hollur maki.
Unaðshrollur um hann fer 
uppá kollubaki.

myndav_232.jpg


Uppvinnsla 3

2.4.2013

Hávært bylur tunnan tóm,
taugar skilnings emja,
vorsins ylur espar lóm,
sem ýmsir vilja lemja.

3.4.2013

óort

4.4.2013

Eftir stríðið arkar brott
allur kvíði'og pína,
er vorið þýða grænt og gott
gefur blíðu sína.

5.4.2013


Vorið nýja brosir blítt
blása hlýjir vindar
sólarstríið fjarska frítt
fælir ský - og blindar.


Uppvinnsla 2

28.3.2013

Flekkótt lítur ljós á snjá
ljúfur trítlar gráni
skáldlegt bítur skýin blá
skallahvítur máni

29.3.2013

óort

30.3.2013

óort

31.3.2013

Hitinn þjappar harðklakann
hlýr hann klappar móinn.
Jarpur vappar jaðrakann
um jörð og stappar snjóinn.

1.4.2013 (fyrsti apríl)

Þæg og meyr er þrítug gæs,
þögnin eyrun bælir,
hnjúkaþeyr af hafi blæs,
hreiður geirfugl mælir.


Pólitík

Stjórnarskrá var lögð í lút,
leystist upp í slakka,
fór svo loks í hestahnút,
við hrossakaup um Bakka.

 


Uppvinnsla 1

22.3.2013

óort

23.3.2013

óort

24.3.2013

óort

25.3.2013

Sólarbrúin sælurík,
sjávarbúa kindir,
blikar úa út á vík,
æðarfrúin syndir.

26.3.2013

Speglast tjaldar öldu í,
einn margfaldur syngur,
undan faldi fjaran ný,
fljótt úr kalda springur.

27.3.2013

Hnarreist riða frerarfjöll,
fjöru, kliður skreytir.
Mjúkan kvið að kvöldi snjöll,
kolla fiðrið reitir.


Herra Jón

Oft er stakan impressjón,
eða kitlar perversjón,
en skakkt er aldrei skapalón
er skáldar leirinn herra Jón.

Hrossagaukar

Sólin fossa brýtur bönd,
býr til hnoss á lauka,
sveiflar koss frá sjónarrönd,
á svanga hrossagauka.


Meitill

Um steina seytlar lækur létt
í leyni dreitlar fljótið
harðir eitlar nagast nett
niður meitlast grjótið.


Gott að búa í ...

Er ég teiga ölin ný
oftast tæmist brúsi
best er því að búa í
bruggverksmiðjuhúsi.

Vorar senn

Vindar þöndu þurran ís,
þæfðu vöndinn frosna,
kældu lönd og klesstu hrís,
en klakabönd senn trosna.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

104 dagar til jóla

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband