Leita í fréttum mbl.is

Vísnaþáttur Feykis

Í kaffitímanum þá rakst ég á Feyki sem er fréttablað fyrir Norðurland vestra, þar var vísnaþáttur eftir Guðmund Valtýsson frá Eiríksstöðum og minnist hann á mann frá Drangsnesi, Guðmund Þ. Sigurgeirsson. Allavega var þátturinn svona orðrétt:

Guðmundur Þ. Sigurgeirsson, sem ég held að hafi lengst af sinni ævi átt heima á Drangsnesi yrkir svo.

Kyljur snjallar kveðast á
hvítnar allur boðinn.
Eg mun valla undan slá
ögn þó hallist gnoðinn.

Önnur vísa kemur hér eftir Guðmund.

Ef frá striti á ég frí
unun veitir sanna.
Láta hugan laugast í
ljósi minninganna

Að lokum frá Guðmundi þessi ágæta bæn.

Síðan þegar sest í naust
saddur lífs af fári.
Heilagur Drottinn hispurslaust
hýrgaðu mig á tári.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og sjö?
Nota HTML-ham

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

242 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 52486

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband