Leita í fréttum mbl.is

Afi Höskuldur

Ég ætla hér að birta nokkrar vísur eftir Afa heitinn, Höskuld Bjarnason (frá Drangsnesi) að gamni, hann bjó til nokkrar og þarf ég að komast í vísnaboxið hennar Ömmu og fá að skoða það betur.

Um Ömmu orti Afi svona þegar hún var ellefu ára, eða eins og hann sagði sjálfur: "Hún mun hafa verið 10-11 ára þá og ekki datt mér í hug að hún ætti eftir að verða konan mín."

Halldórsdóttir Anna er,
yndisblíða snótin,
fremd og prýði fylgi þér,
fögur strandarósin.

Þegar Afi var 70 ára bjó hann til þessa:

Viljann ekki vantar hér,
vel svo duga megi,
en getan engin orðin er
hjá anga karla greyi.

Til Ömmu:

Lund er blíð og létt er geð
sem lífsins dyggðir sanna
engin betri önnur er
en yndislega Anna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og þremur?
Nota HTML-ham

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

245 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 52465

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband