Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2023

Heilræði

 

Ef heimur skvettir skít á þig,
skaltu áburð góma,
þá mun aukast þroskastig
og þitt líf fyllast blóma


Síðsumar og haustvísur

 
Júlí
 
Hundavísur 
Heitir Loki hundur minn
hann í roki svíkur.
Inn í þoku auminginn
eins og poki fýkur.

Heitir Úlfur hundur minn
hræddur púlar tittur.
Eins og súlfur auminginn,
ilmar fúlipyttur.

Heitir Moli hundur minn
hleypur, volar, skammar.
Eins og rola auminginn
oní holu gjammar.

Heitir Tumi hundur minn,
hann oft skrumið eltir.
Eins og þruma auminginn
álfur hrumur geltir.
 
Mengun 
Þótt okkar land sé ofursvalt
eitrið vill þar freyða
og móðan liggur yfir allt
einnig norðan heiða.
 
Ágúst
 
Langisandur
Leikgleði við Langasand
lifnar út á Skaga.
Vinalegt er Vesturland
varma sumardaga.
 
Hrumir karlar
Hærugráir hrumir karlar,
herpa kinnar saman,
er lyndisgóðir leðurjarlar
litríkt hafa gaman.
 
 
September
 
Dellan
Sífellt meira missi trú
á mannlífshaugnum sjúka,
enda fúl og út úr kú
er öll dellan mjúka.
 
Æviskeið (50 ára)
Ekki er komið ískalt haust,
enn er sól og blíða,
æviskeiðið endalaust,
áfram vill samt líða.
 
 
Október 
 
Hafnarfjall
Kólnar ört við klettastall,
kemur vetrarskolli,
hátt og fagurt Hafnarfjall,
er hærugrátt á kolli.
 
Ölið
Ölið drekk, en ekki af kvöð
ört ég handlegg teygi,
lyfti upp að munni mjöð
á miðvikudegi.

Jysk
Sængurverin sjást á Jysk
sumpartinn á röngu,
eru bara örsmátt kusk
í eilífðinni löngu.
 
Haiku
Sólin leggur sig.
Kólnar loftið krókna strá
kemur veturinn.
 
Birtist fullt og bjart,
tunglið sem að tipplar létt,
tært og kyssir ský.

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

241 dagur til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband