Leita í fréttum mbl.is
Embla

Rímbankinn

Fyrir ţá sem ekki ţekkja til, ţá er rímbankinn algjör nauđsyn. Hann má finna á heimskringa.net

Ţegar kemst á kvćđaskriđ
kallar á mig Rímbankinn.
Ertu til ađ auka viđ
yfirdráttinn, kallinn minn.


Grímsey

Bćjarfelliđ fornt á brá
flóann Húna varđar,
varpar skrítnum skugga á
skrautiđ Steingrímsfjarđar.


HB Grandi

Sjúga fé úr sjónum enn
sćgreifarnir kćru.
Munu éta seđla senn
svínin laus viđ ćru.

Gleđilegt sumar

Fuglar syngja, fagnar kór
fljúga međal kvista.
Sáust bćđi sól og snjór
sumardaginn fyrsta.


Valhöll

Um Valhöll arka íhaldsmenn
aurugir međ hroka.
Skítinn hafa ekki enn
út ţar náđ ađ moka.

Ferđ um Suđurland

Lómagnúpur gnćfir yfir,
goggur tímans herđir nag.
Ţó flestallt hverfi, fjalliđ lifir,
fram á nćsta morgundag.

 
Grána bráđum Kötluklćđi, 
kraftmikil ţá sýnir mátt. 
Rumskar viđ úr ró og nćđi, 
rćskir sig og öskrar hátt.
 
Öldur ţungar eilíft móta
Ísalandiđ ţitt og mitt.
Reynisdrangar brimiđ brjóta 
blóđugt vernda fjalliđ sitt.

Stökur

Nokkrar stökur síđustu vikna:

Hvergi leynist löggin hlý,
leit er ströng ađ bita,
starar syngja dirrindí,
dreyma sumars hita.

Seinfćr Hellisheiđin er
helst til spillir geđi.
Vanbúnir ađ vanda hér

vekja litla gleđi.

Af útsýni lítil er ekla
og ţó enn sjáist lítiđ til rekla
ţá styttist í vor
og vex upp úr for
gróđur, sem gýs yfir, Hekla.


Árni Gestson

Hér yrkir Árni um Jörund bróđur sinn, en hann var ađ vinna á Borđeyri í kringum Jólin eitt sinn:
 
Jörundur í lćralaut
lagđi sínum tólum
Einu barni í Önnu skaut
annan dag í Jólum.
 
Hér yrkir hann svo um einhvern annan bróđur sinn, sem ég man ekki  nafniđ á:
 
Eđlilegan ávöxt bar
allra fyrsta tćkifćri
Af ţví hann ađ verki var
vinstra megin viđ hćgra lćri.
 
Svo skaut sýslumađur hund og Árni orti:
 
Ţađ var eitt sinn tryggđartík
tíkina átti Gísli.
Tíkin var svo tófu lík
ađ tíkina skaut hann sýsli.

Íslenskir vetrardagar

 

Snjórinn tćtist tvist og bast,
tekur viđ smá logn, svo kul.
Einnig rigning, rok og hvasst,
rís loks fögur, sólin gul.

Frostburknar

Í morgun:

Út úr bílnum illa sá
mér elsku vinur, trúđu,
ţví frammí uxu frjálsir ţá
frostburknar á rúđu.


Nćsta síđa »

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

182 dagar til jóla

Júní 2017
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.6.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 44127

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband