Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Limrur

Limran

Limran er látlaus að ofan,
lína tvö betri stofan,
miðjan er fín,
svo mætir loks grín,
er kem ég í galtóman kofann.

Samviskubraut

Sæll hef ég jafnréttið svikið
og sefaðri dómgreind frá vikið.
Af samviskubraut
ég beygði og hnaut
en blygðast mín hreint ekki mikið.
mbl.is Ólíðandi að ráðherrar brjóti jafnréttislög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fótboltalimrur

Glæsileg þykja mér spörk um gras,
en glataður þótti mér Casillas,
er ítalskt kom spark,
og spólaðist í mark.
En Spánverjum reddaði Fabregas.

Hugnaðist mörgum, meir herpes
það heyrðist um tanga og annes.
Svo urðu til ljóð
um ljósku og fljóð.
- Lélegur þykir hann Torres.


mbl.is Spánn og Ítalía skildu jöfn (Myndir)
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það segir sig sjálft

Yndæll er suðlægur andvari
og oft kemur stækja úr hlandkari.
Það segir sig sjálft
að svanur er álft
og í fjöru er fjörmikill strandþari.

Bjúgu

Nú elda ég bjúgu frá Bæ
og bragðgóða tuggu því fæ
og líkt og um Jólin
er lyktin og Sólin
þá skín og ég hraustlega hlæ

Ein limra..

Sannlega er ég sannfærður
af sígildum kvæðum vannærður.
því ljóð yrkja fantar
EN limruna vantar.
Bráðlega verð ég hér bannfærður

Grútur og smér

Ég reiknaði fastlega með að fá umgangspest sem var að ganga í fjölskyldunni - það gekk ekki eftir, en ég var þó klár með limru:

Lasinn en ligg ei af skömm
þó lyktin sé helvíti römm
í gegnum mig fer
sem grútur og smér
gallon og eittþúsund grömm.

Tvær limrur ótengdar.

Hér eru tvær limrur sem styðjast ekki við raunverulega atburði - þó það gæti litið þannig út.

Þorgeir minn borðaðu þinn mat
og þá mun ég gleypa hratt minn mat
Friðgeir og Mamma
maula nú kjamma
en mun frekar viljum við innmat.

---

Ætíð mér eykst nokkuð vissa
en oft verð ég töluvert hissa
eftir flösku af kók
að finn ég í brók
að fljótlega verð ég að pissa


Afmælislimrur

Ég samdi nokkrar limrur fyrir stuttu - við lagið "Það gerðist hér suður með sjó".

Það var fertugsafmæli og hér má sjá nokkrar af limrunum - og þá þær limrur sem eru endurnýtanlegar (hinar lýsa afmælisbarninu).


Það hristir upp hjarta og streng
er hyllum við fertugan dreng
nú húrra við hrópum
já húrra og sópum
upp fortíð og minningar feng.

...

Í veiðiferð vaskur hann fór
með veiðistöng öngla og bjór
beit hreistraður biti
þá blóð lak og sviti
á öngli hékk stæltur og stór.

Hann skrönglaðist ofan í á
og elti um fossana þrjá
er girnið brast greip hann
um garpinn allsleipann
með sporðinum spriklaði frá.

Að eldast það er ekkert mál
því endalaust harðnar þitt stál
ættingjar, vinir
vænir og hinir
nú vætum við kverkarnar - SKÁL.


Rímæfing

Gálan er kalin og galin
samt gengur um salinn hún Palin
en frúin er slow
með frekju fékk show
- en kindin gekk kvalin um dalinn.


mbl.is Sarah Palin í sjónvarpið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

236 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 52509

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband