Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Limrur

Af gömmum

Nú opna menn auðkennishlið
og ætla að strjúka sinn kvið 
en hýenur glotta
hlægja og spotta
því gammarnir vorum víst við

Líkur á skúrum

Það finnast oft bökur í búrum
og brækurnar hanga á snúrum.
og ef þú átt bíl
og annast af stíl
þá aukast víst líkur á skúrum.

Skattabreytingar

Flatskjái - sem betur fer,
fáum við - sem vera ber,
þar kokka á glápum,
en í kæliskápum
verður tómlegt og tæplega smér.


Eirgrænn lortur

Framsókn vill grýta þá grísku
gambísku og indónesísku
og því get ég ei ort
um þann eirgræna lort
- samt yrki því það er í tísku.

Flokkunarfræði

Ef að þú flokkast sem fasisti,
og flörtar þinn innri mann, rasisti
og illsku af þunga
ælir þín tunga
þú efalaust endar sem nasisti.

Umræða

Ef ætlarðu aðeins að kanna
umræðu góða og sanna
þá gættu þín á
að oft fara'á stjá
einræður skógræktarmanna.

Sikaflex

Ef lekinn þinn vex og vex
og vöntun þú hefur til þreks
þig allt er að buga
þá aðeins mun duga
ellefu Sikaflex.
mbl.is Tvö skjöl um Tony Omos í gangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Staka og limra

Ég á það til að gleyma því jafnóðum sem ég yrki sjálfur:

Undrun mín er æðisleg
oft það nálgast heimsku
að ýmsar stökur yrki ég
sem alltaf falla'í gleymsku.

 

Svo er hér ein limra um fjárlögin:

Þeir halda að verði þau hallalaus
og hreifir þeir kalla þau gallalaus
en út úr þeim brýst
og eitt er þó víst
með öllu, að þykja þau mjallalaus.


Bygging

Til eru hópar fólks sem af vanþekkingu mótmæla byggingu húss:

Viskulaus vekja þau froska,
með vöntun á andlegum þroska,
blásvört með hróp
brjálast í hóp
því bygging ein heita mun moska.

Hagvöxtur

Hugfangin heyrðum við forðum
um hagvöxt í tölum og orðum.
Lifnar því lund
og léttist um stund
er brauðmylsnan hrynur af borðum.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

249 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 258
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 253
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband