Leita í fréttum mbl.is

Nokkur kvæði

Um veðrið:

Dumbungur, nú dropar falla,
dökkt er yfir þessum bæ,
vetri fer þó víst að halla,
vorið kemur, þá ég hlæ.

Álandsvindar vekja þrótt,
víst þó tinda kæli,
löskuð þindin, löng var nótt
leggst í syndabæli

Síðla veturs, hríðarhret
hor mun tetur snýta
nokkur fet var fannamet
foldarsetið hvíta.

Limran er nokkuð skemmtilegt form:

Limran er alls ekki æt,
og aldrei mun kallast hér sæt,
en hana mun yrkja
og handa þér virkja
hugann og finnst nokkuð mæt.

Ég átti einn hundgamlan hund,
í hundrað ár átti með fund,
í kjalvötnum kröppum
krafsaði löppum
já skringilegt skriðhundasund

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og tuttugu?
Nota HTML-ham

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

242 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 52486

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband