Leita í fréttum mbl.is

Fagurgali

Minkurinn með morkna sál,
svo myrk sem sótið.
Vildi fara út í ál,
- yfir fljótið.

Keikur hindrar för um fljót
ferjumaður.
Mærir sig og mælir bót
- minkur glaður.

Flaut þar skjall um ferjugarp
sem ferjað gæti.
Handan fljótsins fuglavarp
- fullt af æti.

Sagðist vera seigur þjónn
svanur tjarna.
Lygin er sem ljúfur tónn
- lóubarna.

Skella myndu skoltar beitt
skrímslin farga.
Gráa máva getur deytt
- grimma varga.

Menn sem hafa minkum treyst
það munu trega.
Loforðsgleðin getur breyst
- geigvænlega

Yfir fljótið för var greið
með ferjuhrói.
Glott um beittan skoltinn skreið
- skelfur krógi.

Ferjan yfir fljótið hrökk
fagnar stoltur.
Í land með græðgisglampa stökk
- glefsar skoltur.

Loðið skottið skaust þá hratt
um skuggasali.
Fljótlega í farið datt
- fagurgali.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

242 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 52486

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband