Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2013

Vorið kemur

Gróður snjáður beygir bak
bylur dáðir lemur
frá fuglum hrjáðum heyrist kvak
hitinn bráðum kemur.

 


Tvær kosningaþynnkuvísur

Ormar hlaupa heim til sín
hoppa á þúfum tittlingar.
Sólin bak við skýin skín
skrækja'af gleði bittlingar

Ljós er skipting lands og gæða
læðist að mér grunur sko
að margir vilji gommu græða
og grilla svo.


Klýfur steina

Orðin brýtur blaðalaus,
bæld og steikt sem kleina,
frúin sem með holum haus,
harða klýfur steina.

Vellir spóinn

Oft er snjóa eyðast spor,
upp rís móinn tæri,
sól í flóa vekur vor,
- vellir spóinn kæri.

Brim

Blágrænt plagar brimið hert
brýtur skaga, kvika,
öldu kjagar, kollan spert,
kallar svaga blika.

Vetrarhækjan

Fuglar skrækja furðuhátt
frerann lækir saxa.
Vetrarhækjan bognar brátt
blómin kræklótt vaxa.

Vorvísa fyrir Bergþóru

Í hægum skrefum vaggar vor
vill þér gefa köku.
Grænt úr nefi gúlpast hor
glært er slef á höku.


Vetrarfirrur

Vorið pirrar, veður strítt,
vetrarfirrur tíðar,
en lognið kyrra, kátt og hlýtt,
kemur fyrr en síðar.


Sarah Lund

Á mánudögum mæti hund
mikið bagar þreyta'og slen
En seint það kvöld er Sarah Lund
síhlaupandi'í Forbrydelsen

Þangað leitar klárinn

Mörgum þórðargleðin gagnast
græsku brýnist ljárinn.
Þar sem kvöl og þrautir magnast
þangað leitar klárinn.
mbl.is Sjálfstæðisflokkur bætir við sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

232 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 52531

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband