Leita í fréttum mbl.is

Steindór Andersen heiðraður

Steindórsbragur

Hér skal formanns flytja brag
fljóð og drengir, þögnum.
Meðan stormur leikur lag
ljóðagengi fögnum.

Okkar Steindór Andersen
oft finnst best að kveða.
Aldrei greindist andans slen
við orðin sést ei streða.
 
Röddin hefur mikinn mátt
myndi rjúpu passa.
Undir nefi geymir gátt
geysidjúpan bassa.
 
Þegar Iðunn sigldi sæt  
sveitt um lúðumýri,
ást og friður allt allright
einn hélt prúður stýri
 
Í pípu sína tóbak tróð
tefldi djarft við Kára.
Kvað svo fínust færaljóð
flóðsins svarta bára
 
Ef á miðum upp hann rauk
yfir drægist strangi.
Á landleið Iðunn öldur strauk
oft á hægum gangi.
 
Loks er masturs settist sól
sá vill fræðin kanna.
Settist fast í formannsstól
fornra kvæðamanna.
 
Hagyrðingar frekar fátt
fá til skós og klæða.
En snjall hann syngur sönginn dátt
Sigurrósarkvæða.
 
Veggi ennþá klifrar knár
karl á þökum tiplar
Hvergi rennur, hvergi sár
hvergi‘á tökum skriplar.
 
Þó karl sé hress við bland og bús
best skal nefna‘og rýna:
að milli þess hann knúsar krús
hann knúsar Hrefnu sína.


Bloggfærslur 10. október 2015

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

219 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband