Leita í fréttum mbl.is

Stekkjarstaur

Í nótt kemur Stekkjarstaur til byggða, ég fæ nú líklega ekki í skóinn út af þessu kvæði.

Stekkjarstaur kemur fyrstur jólasveinanna. Hann var sagður sjúga mjólk úr kindum en hafði staurfætur á báðum svo heldur gekk það brösuglega. Stekkur er gamalt heiti á sérstakri fjárrétt og þaðan dregur sveinninn nafn sitt. (jolamjolk.is)

Fyrstur kom hann stekkjarstaur
við stekkinn sást í kauða
krafsandi í kindasaur
kleip oft ær til dauða

Viðbjóðslegur veltist um
vænar fann oft rollur
ef að fannst ein ellihrum
enginn drykkjartollur

Blóðmjólk drakk hann undir á
út í fjársins stekkjum
ekki lét hann segjast sá
þó seig væri og í kekkjum

Í sveini heyrðist sælutíst
súr var júgurrjómi
sog til blóðsins vildi víst
varla taldist sómi

En núna er hann aumur þræll
yndæll sést um jólin
stífur er og stirður hæll
og stígur í rauða kjólinn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú gömul ímyndun um jólasvein, og sögur um þessa  svo kölluðu  íslensku jólasveina er upp-logið frá byrjun. Engin sönnun er til um þá, hvort sem er......ég kann ekki að semja um ímyndaðar sögur.....en um jólin sjálf, hvað við gerum um hátiðina um jól og áramót er annað og augljósara....ég held uppá Sólrysuhátiðina þann 22. Desember, og gef Slólrysugjafir.....Gleðilega hátið.

Katrin Groudottir (IP-tala skráð) 11.12.2013 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og þrettán?
Nota HTML-ham

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

250 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 254
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 250
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband