Leita í fréttum mbl.is

Langafi Halldór Guðmundsson

Einn af langöfum mínum hét Halldór Guðmundsson frá Bæ á Selströnd (1897-1975) og kona hans og langamma mín hét Guðrún Petrína Árnadóttir (1894-1974). Hér kemur smá vísnaþáttur um hann, skrifað upp af blöðum sem Mamma hafði skrifað niður. 

Um Grímsey

Grímsey hún er góð og fögur
gleður auga á stofuþili.
Engum finnst hún ennþá mögur
með ótal fulgatónaspili.

Til Bjarnveigar (en hún hafði málað Grímsey af snilld)

Litir eru á léreft settir
lagin reyndist höndin þín.
Allir drættir eru réttir
ástarþakkir vina mín.

Verk þér fari vel úr hendi
víst um nokkrar áraraðir.
Almáttugur oft þér sendi
ótal geisla um himnatraðir.

Til Auðar (21 jan 1968)

Ævin verði yndisleg
aldrei myrkrið svarta.
Leiði þig um lífsins veg
ljósið engil bjarta.

Rækjuveiði

Ekki gengur öllum vel
út á rækju núna.
Fá þeir steina fyllt af skel
fljótt þeir missa trúna.

Til Önnu Halldórsdóttir (Ömmu, jólin 1968)

Gleðileg jólin gefi þér
guð á himnum Anna mín.
Leiði þig nú ljóssins her
ljúf svo verði æfin þín.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og átján?
Nota HTML-ham

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

271 dagur til jóla

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband