Leita í fréttum mbl.is

Gáttaþefur

Móti vindi í myrkri fór
um móa líkt og refur,
læddist nær svo nasastór
nágrár Gáttaþefur.

Allur fnykur æsti hann
en óður varð samt kauði
ef um jólin ögn hann fann
ilm af laufabrauði.

Tryllingur hann tók öll völd
tók hann þá til fóta.
Hræðilegur karl um kvöld
kom með nefið ljóta.

Drógst að bæjum djöfull sá
drafaði við gættir,
húsbændur og hjúin þá
hjálpuðu ei vættir.

-

En núna svífur sætur hjá
sveiflar nettan þjóinn,
gasprar milt og glottir smá
gefur dót í skóinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

43 dagar til jóla

Nóv. 2019
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband