Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Nokkrar vísur

Hérna eru nokkrar vísur búnar til síðustu 2-3 vikur. Fyrst ein um þá hugmynd að búa til safn um útrásarvíkinga:

Í setri margt þá má víst sjá
marga verðbréfsbúta
Fimmtíu tommu flatan skjá
og frumsmíðuð rándýr skúta
innréttuð með enskri krá
og eðalvíns flöskustúta.

Ljóst er að margir vilja saka Breta um ástæður kreppunnar. Eigum við að ráðast inn í Bretland?

Þá hertökum í einum hvelli
með háværu öskri og gelli.
Við land tökum strönd
með limru við hönd
og vinnum þá á heimavelli.

Hérna er ein vísa sem gæti hafa birst í morgunblaðinu, það er betra að lesa hana í samhengi við aðrar vísur sem ég birti ekki hér.

Við þeyting ljúfur Mundi mýkist
meyrnar karl og hverfur nauð.
Á mæðutímum meira líkist
mjúku smjöri on'á brauð.

Svona er ástandið núna:

Eftir situr skuldaskafl og skellur mikill.
Hvergi finnst nú lausna lykill.

Ekki er það mér að kenna hvernig ástandið er, en aðrir eru sjálfsagt betri í að dæma um það.

Jeppa stóra er ég án
í útlöndum ei hékk
aðeins saklaust lítið lán
og litla íbúð fékk.

Nú hækkar litla lánið ört
en launin rýrna hratt
Samt hef engar syndir gjört
né sopið kálið hratt.


Traust?

Hnekki beið en hlýtur traust
hvað á það að þýða?
"nú er komið hrímkalt haust
horfin sumars blíða"


« Fyrri síða

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

252 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 255
  • Frá upphafi: 52437

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 250
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband