Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Í dómsorði skal standa:

Rök skal treysta'og ráðin sling
ris og neista berja:
Pung skal kreista, kremja ling
á karli eistun merja.


Hár tollur.

Sækir að mér sérhvern dag
sviti'og kaldur hrollur.
Álversvirkjun eflir hag
en alltof hár var tollur.


Limruvilla.

Í Flórída'er flott og oft stillur
og fá sumir magnaðar grillur
hlýtt er oft það
og þurrt ei sjóbað
en vill einhver kaupa þar villur?


Heilræðavísa

Ef að freyðir fýlan þín,
frek er reiðin þanda,
þegar leiði svertir sýn,
samtal eyðir vanda.


Hringhenda

 

Bragarsníði heillar hring 
hendan prýðis knúna
Daginn skrýðir dagrenning
dettum íða núna.

Undur (við)

Undur og er margt að meini
en enn virðast skrönglast í leyni
sú skrítnasta hjörð
sem hrekst hér um jörð
framsóknarflokkurinn eini.


Prumpuvísa

Prumpið ilmar eins og fjöruþari.
Náttúrunnar nítrógas
ég nota bara spari.

Brúðkaupsóskir

Ég samdi þessa vísu í tilefni þess að mágkona mín hún Fanney og Jónberg voru að giftast.

Á ykkar degi ætlum við
að óska brúðhjón kær
að gæfuveginn gangið þið
svo glöð sem endranær

« Fyrri síða

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

271 dagur til jóla

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband