Leita í fréttum mbl.is

Ofnbakaður pastasósufiskur

Hér er einföld uppskrift að rétt sem ég mallaði þegar ég nennti ekki út í búð að versla hráefni (átti þetta allt til í ískáp og frysti), uppskriftin ætti að vera nóg fyrir sirka 2-3.

Hráefni:
2-3 ýsuflök (fer eftir stærð flakanna, má eflaust vera þorskur sem mér finnst persónulega betri fiskur).
Pastasósa úr dós (skiptir örugglega engu máli hvernig sósa, allt eftir smekk)
Hrísgrjón
Ostur

Meðlæti, allt eftir smekk. t.d. kartöflur, hvítlauksbrauð, pasta, grænmeti.

Sjóða hrísgrjón (rúmlega botnfylli í eldfast mót), skera fiskinn í bita og setja ofan á, dreifa pastasósunni yfir og ost ofan á. Baka í ofni við 180-200 gráður í sirka hálftíma.

Þetta er enginn þurr fúll lax
þetta er fínt á diskinn.
Piltur! Kona! Prófið strax
pastasósufiskinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

271 dagur til jóla

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband