Leita í fréttum mbl.is

Þvörusleikir

Þvörusleikir fjórði fór
í flýti niðr'af tindi.
Slánalegur, mittismjór
sem morkin hrísla'í vindi.

Dökkt hans skegg, sem skugginn grár
skreið í myrkri svörtu.
Tötrar hans sem tugginn nár
í tunglskininu björtu.

Upp við bæi beið hann já
er barst út ilmur glóða.
Ef eldabuskan brá sér frá
við blasti veislan góða.

Í eldhúsið þá eins og skot
inn skaust sporum snörum.
Tók úr pottum, tæmdi kot
tylft af blautum þvörum.

En nú er sæll sem sæluský
ei svíkur gjafastóllinn.
Hvítskeggjaður hlær að því
sem hylur rauði kjóllinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

243 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 52473

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband