Leita í fréttum mbl.is

Vöflur

Í gær gerði ég vöflur, fékk uppskrift frá Mömmu. Hún þurfti þó að hræra deigið í huganum því hún átti það ekki niðurskrifað.

En svona var það:
5 bollar hveiti
1/2 bolli sykur
1 matskeið vanilludropa (ég minnkaði það í 2 teskeiðar reyndar).
1 teskeið matarsódi
1 teskeið ger
200 g smjörlíki
2-3 egg (ég hafði þau 3)
Mjólk

Smjörlíkið brætt, allt blandað saman og hrært. Mjólkin er notuð til að ákvarða þykktina, spurning með að setja 1-2 bolla fyrst svo hægt sé að hræra og bæta svo smávegis við þar til þykktin er góð fyrir vöflur. Ef of mikil mjólk er sett þá er komið pönnukökudeig.

Líklega er þetta deig miðað við 10 manns.

Sykur hveiti líkisljómi,
látt í mjólk og egg
Sætar vöflur, sulta, rjómi,
sest hann í þitt skegg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og sjö?
Nota HTML-ham

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

270 dagar til jóla

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband