Leita í fréttum mbl.is

Nokkur kvæði

Veit ekki hvort fólk er búið að fá leið á þessu en sumum finnst þetta líklega litlaust og leiðinlegt en hér eru nokkur kvæði:

Ein samhenda (þær eru oft hljómfagrar):

Hestamaður varla verð,
vísu yrki þó um ferð,
á ljóðatruntu sveifla sverð
sveitt oft þykir kvæðagerð.

Smá landlýsing:

Flæmið sinufölgult - ó þú fagra slétta
nokkrar kindur mun það metta
ef mykjudreif mun á það sletta.

Flíka vil ég fegurð lífs á fróni gráu,
falleg eru fjöllin bláu,
í fjarska rísa tindum háu.

Hlíðin græna grasið væna, grund og læna,
krafsar hæna korn vill spæna
kýrnar mæna'á foss og spræna.

Spræna lækjar springur fram úr spildu svarðar,
læðist eftir lænu jarðar
liðast niður'að ósi fjarðar.

Vor í nánd og kosningar framundan:

Hringur þrengist húmi að
hér nú lengist dagur
vetur hengir haus við það
hriktir, engist, magur.

Hrafninn krúnkar, hreiður býr
í hlíðum dala
Á þingi eins og þrumugnýr,
þingmenn gala.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og sextán?
Nota HTML-ham

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

270 dagar til jóla

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband